03 jan'19

Gleðilegt nýtt ár!

Starfsfólk Hagaskóla óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir það liðna. Á morgun, föstudaginn 4. janúar hefst kennsla skv. stundaskrá kl. 8.30. Á komandi vorönn er margt spennandi og skemmtilegt í vændum. Má þar nefna að lestrarátakið “Skammdegislestur” hefst núna í fyrstu viku annar, foreldraviðtöl verða 29. janúar, söngleikurinn um Mary Poppins verður…

Nánar
18 des'18

Jólakveðja frá Hagaskóla og Kenía.

Í dag bárust okkur þær dásamlegu fréttir frá Bjartri sýn að búið væri að reisa skóla fyrir það fé sem safnaðist á Góðu máli hjá nemendum skólans í haust. Í frétt á Facebook síðu bjartrar sýnar segir: “Glæsilegur skóli með 6 kennslustofum. Allt frá borðum og stólum til lögbundinna skólabúninga sérhannað og smíðað á staðnum,…

Nánar
16 des'18

Skipulag síðustu daga fyrir jól

Nú eru einungis tveir skóladagar eftir áður jólafrí hefst. Á mánudaginn verður hefðbundin kennsla fyrir utan að nemendum verður boðið upp á hátíðlega stund á sal. Þar mun Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ljóðskáld og tónlistarmaður og söngkonan Ása Aðalsteinsdóttir verða með blandaða dagskrá í tali og tónum. Að öðru leyti er kennsla skv. stundaskrá Á þriðjudaginn…

Nánar
20 nóv'18

Réttindaskólar og Réttindafrístundir í Vesturbæ

Í dag, 20. nóvember, á degi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, var skrifað undir samstarfssamning milli Unicef, grunnskólanna og frístundastarfs í Vesturbæ um innleiðingu Réttindaskóla og Réttindafrístundar í hverfinu. Athöfnin fór fram á sal Hagaskóla þar sem nemendur úr 8. bekk komu og tóku þátt í athöfninni. Skólastjórar allra skólanna í Vesturbæ ásamt forstöðumanni frístundastarfs skrifuðu undir.…

Nánar
19 nóv'18

Afmælisgjöf til bókasafns Hagaskóla

Árgangur 1954 hittist fyrir um ári síðan til að fagna 50 ára útskrift úr Melaskóla. Það tókst svo vel að ákveðið var í framhaldinu að efna til hittings vegna 60 ára afmælis Hagaskóla og úr varð Hagaskólaball í Súlnasal á Hótel Sögu núna í september. Þar komu fram nokkrar af “gömlu” skólahljómsveitunum og spiluðu fyrir…

Nánar
13 nóv'18

Óskað eftir nemendum í réttindaráð

Hagaskóli er að hefja innleiðingu verkefnis sem miðar að því að skólinn verði einn af Réttindaskólum UNICEF á Íslandi. Að verða Réttindaskóli þýðir að skólinn ætlar að nota Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í öllu sínu starfi og kenna öllum börnum í skólanum hver þeirra réttindi eru. Markmiðið er að byggja upp lýðræðislegt námsumhverfi, efla jákvæð samskipti,…

Nánar
04 nóv'18

Vinna við Erasmus+ verkefnið TEC hafin

Fulltrúar skólanna sem vinna með Hagaskóla að Erasmus+ verkefninu TEC – Tecnology Enhanced Classroom, hittust og funduðu í Hagaskóla dagana 30. október til 1. nóvember. Í mjög stuttu máli snýst verkefnið um að deila hugmyndum um notkun upplýsingatækni í skólastarfi og skoða sérstaklega hugmyndir nemenda um hvað virkar og hvað ekki. Þátttaka nemenda í Hagaskóla…

Nánar
04 nóv'18

Hagaskóli verður Réttindaskóli UNICEF

Í haust hóf Hagaskóli þátttöku í tilraunaverkefni sem miðar að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í allt skóla- og frístundastarf í Vesturbænum. Verkefnið kallast Réttindaskóli og Réttindafrístund UNICEF og er alþjóðlegt vottunarverkefni sem hefur síðastliðinn áratug verið innleitt með góðum árangri í þúsundum skóla um allan heim. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem taka…

Nánar
29 okt'18

Gott mál – afhending söfnunarfjár

Vel heppnuð fjáröflun Föstudaginn 26. október síðastliðinn fór fram afhending á því fé sem safnaðist á góðgerðardaginn okkar. Gott mál – unglingar fyrir unglinga, er orðinn órjúfanlegur þáttur af skólastarfi í Hagaskóla og afhending söfnunarfjár eins konar uppskeruhátíð, lokapunktur á langt ferli þar sem nemendur leggja mikið á sig til þess að láta gott af…

Nánar
01 okt'18

Gott mál og 60 ára afmæli

Í dag fagnar Hagaskóli 60 ára afmæli og  okkar árlega góðgerðardegi;  Gott mál – unglingar fyrir unglinga. Opið hús verður í skólanum frá 16:00 – 19:00. Opna húsið hefst með stuttu ávarpi skólastjóra á sal skólans og eftir það verður boðið upp á afmælisköku og tónlistaratriði nemenda. Vegna 60 ára afmælis hafa nemendur undirbúið fjölbreytt verkefni…

Nánar