Gleðilegt nýtt ár!

Starfsfólk Hagaskóla óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir það liðna. Á morgun, föstudaginn 4. janúar hefst kennsla skv. stundaskrá kl. 8.30.

Á komandi vorönn er margt spennandi og skemmtilegt í vændum. Má þar nefna að lestrarátakið “Skammdegislestur” hefst núna í fyrstu viku annar, foreldraviðtöl verða 29. janúar, söngleikurinn um Mary Poppins verður frumsýndur í vor, samræmd próf verða í 9. bekk í mars auk þess sem öflugt starf verður í félagsmiðstöðinni Frosta.

Það er von okkar að seinni hluti þessa skólaárs verði okkur öllum gagnlegt og skemmtilegt.